Sumarið 2014

  • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 551 vikur

    Sælir, 

    Smá hugleiðing. Þar sem ég vissi að það væru fá lið að taka þátt í deildinni 2013, bjóst ég við að sjá eina stóra deild!.  Hvernig væri að hafa þetta með þeim hætti sumarið 2014?  Eins og þetta var í ár, 15 lið. Gæti það gengið upp? 

    Kveðja

  • Skrifað af gunnarstjorn fyrir meira en 551 vikur

    Sæll Kappsamur.

    Stjórn deildarinnar ætlar að leggja allt kapp á það næsta sumar að það verði bara ein deild og bikarkeppni. Þegar nær dregur verður kallað til aðalfundar þar sem að fulltrúar liðana mæta og við förum yfir þessi mál saman. En eins og ég segji, það er stefnt að því að það verði ein deild.

    kv.
    Gunnar Óli

  • Skrifað af Brandon Bass fyrir meira en 551 vikur

    Auðvitað á bara að vera ein deild. Þetta var óskaplega endasleppt eitthvað í ár. 

  • Skrifað af viktor fyrir meira en 551 vikur

    Endasleppt gæti ekki verið betur orðað, enda var úrslitakeppninni sleppt af ástæðum tilgreindum í tilkynningu á þessari síðu fyrir mót.

    Annars, þá er staður og tími þar sem gagnrýni á mótsfyrirkomulag er tekin gild, og það er á aðalfundi deildarinnar sem haldinn er fyrir hvert sumar.  Þeir sem mæta, ráða, punktur.  Endilega sendið inn fulltrúa næst, því ég veit að þið gerðuð það ekki seinast.  Þetta \"þið\" á við um öll lið sem eiga ekki fulltrúa í stjórninni. ;)

  • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 551 vikur

    Fyrir mitt leyti stóð stjórnin sig vel. Og var bæði deild og bikar hin mesta skemmtun! Leitt að vinna ekki dollu í ár, en það kemur ár eftir þetta ár.

    Vona að úrslitaleikur í bikar verði spennandi og skemmtilegur leikur og megi betra liðið vinna !

    Takk fyrir sumarið og sjáumst næsta ár

    kveðja,

    Helgi #13 Ögni  

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður