upphaf deildar

  • Skrifað af DrekVERJI fyrir meira en 612 vikur

    jaja nú er þetta komið af stað. Við í Dragon erum ok sáttir. Fáranlegt klúður í fyrsta leik gegn Landsliðinu þar sem við töpum niður 3 marka gegn þeim annað árið í röð. Sigur á Hjölla í bikar og jafntefli gegn þeim í eild. Sigrar gegn Keppnis og Áreitni.

    Við fyrstu sýn held ég að Kuhmo og Landsliðið ætli að herja á toppsætin en við reynum að fylgja þeim eftir. En annars er það rétt sem maður heyrir að Elliði séu að draga sig úr leik og þá einungis 9 lið eftir í A riðli. Já og nú HLJÓTA menn að sjá hversu galið system þetta er, semsagt 9 lið eftir og hva? 7 lið sem gætu farið í playoffs. Þá einhvern vegin skiptir þessi deild voða litlu máli. Hefðum átt að skipta í 2 jafna riðla bara.

    Svo er það annað mál sem ég hef pælt í síðan línuverðir voru innleiddir. Í flestum tilvikum gera þeir meira ógagn heldur en gagn. Það að vera með unglinspilt á línunni sem þorir ekki að flagga og virðrist ekkert kunna reglurnar er verra. Frekar bara að nota peningana í eikkað annað. Betra að vera með 1 eða 2 góða dómara á leikjum. Svo í mörgum tilvikum taka dómararnir ekkert mark á þessum línuvörðum.

  • Skrifað af Lubbi fyrir meira en 612 vikur

    Fínn pistill, gangi ykkur vel í sumar.

    Verð þó að lýsa mig ósammála hvað varðar línuverðina, mér finnst þeir einmitt hafa verið framúrskarandi (á utandeildarmælikvarða).

    Ég geri reyndar ekki meiri kröfur til þeirra en að þeir séu tiltölulega samkvæmir sjálfum sér og halda flagginu á lofti ef þeir veifa án þess að skipta um skoðun. Það hafa þeir gert sómasamlega í leikjum Hómers til þessa.

    Finnst l´linuverðir Gott framtak.

  • Skrifað af viktor fyrir meira en 612 vikur

    Sammála með línuverðina.  Bara það að þeir séu þarna tekur mikið tuð af dómaranum og hann getur einbeitt sér af því sem gerist inni á vellinum og þarf ekki að giska á hvort einhver sé rangstæður eða ekki.

    Varðandi playoffs, þá var þetta kosið svona á seinasta utandeildarfundi (og þarseinasta líka reyndar).  Ég held ég hafi verið einn sem setti út á þetta fyrirkomulag.

    Hugmyndin bakvið þetta var að ný lið ætti meiri sjens að halda áfram eftir fyrsta árið, þeas. fá ekki hákarla í öðrum hverjum leik, og að hákarlarnir myndu synda saman.

    Mér persónulega finnst frekar kjánalegt að lið sem ströggli í botnbaráttu allt sumarið og vinni 2 seinustu leikina sína eigi möguleika að komast í útsláttarkeppnina.  Menn fá allavega tækifæri til að skoða þetta á næsta fundi fyrir næsta tímabil. :)

  • Skrifað af A Landslið fyrir meira en 612 vikur

  • Skrifað af gaui fyrir meira en 612 vikur

    Varðandi deildinna í þá líst mér bara gríðarleg vel á hana. Sorgarfréttir að Elliðamenn hafi þurft að hætta keppninni, þar er á ferðinni eitt allra best lið sem spilað hefur í deildinni horfið á braut.

    Af því sem ég hef séð af liðunum í sumar finnst mér Landsliðið sterkast. En gaman að renna svo létt í gegnum þetta.

     

    Landsliðið: Gríðaleg þéttur hópur sem gaman er að spila við. Flotta leikmenn í flestum stöðum sem allir hafa spilað á hærra leveli en Utandeildin. Virðast alltaf eiga nóg inni, geta bæði spilað hörkubolta og eru líka alveg klárir í mikla baráttu leiki. Eru með griðalega öflugan striker sem getur alveg klárað erfiða leiki hjá þeim upp sitt einsdæmi.

     

    Vatnaliljur: koma sterkir til leik þetta árið. Spila kanski ekki alltaf besta boltan en það verður aldrei tekið af þeim að þeir berjist ekki fram í rauðan dauðan í sínum leikjum. Komnir með frábæran framherja held að hann sé nummer 10.hjá þeim, verður mjög spennandi að fylgjast með þeim í sumar.

     

    Ufc Ögni: Alltaf gaman að horfa á þá spila. Aldrei neitt vesinn á þeim inn á vellinum eru þarna til að spila fótbolta og hafa gaman að. Helstu veikleikar þeirra liggja í vörninn og þegar þeir komast á síðast þriðjung vallarinns, en það gæti verið að breyttast með tilkomu Ingaben, en allt spil út á velli er gríðaleg vel gert og fá lið í deildinni sem eru jafn klárir og þeir í því.

     

    Hjörleifur: Alltaf erfitt að spila við þetta lið bæði líkamlega og andlega, gríðaleg mikið stemmings lið með helling af flottum fótboltamönnum, geta dottið í rugl leiki gegn veikari andstæðingum einsog sannaðist þegar þeir töpuðu fyrir FC Norður ál í fyrra. En ná alltaf langt í mótinu á geggjaðri stemmingu.

     

    Dragon: Þarna er eitt besta dæmi þess að þú getur farið gríðalega langt á góðri samheldnni og vilja ekki með nein svona leikamann sem stendur uppúr, reyndar á góðum degi er gríðalega erfitt að eiga við Sjonna. En þessir piltar fara langt á liðsandanum þar sem allir eru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan. Ekki vandamál hjá þessu liði að taka til eftir klúður frá félagnum.

     

    Dufþakur: Þarna er áhugavert lið að myndast Sáá og Duffi að sameinast í eitt lið, á án efa eftir að taka smá tíma að púlsa þessu saman, en að sameina tvö lið sem hafa átt fast sæti í úrslitakeppninn undafarinn ár ætti að vera nokkuð öflugt lið. Búin að vera erfið byrjun. Bara spurning hvernig til tekst að ná mönnum til að vinna saman.

     

    Hönd Mídasar: Annað liðið sem kom uppúr neðrideildinni þetta árið. Virðast vera að lenta í basli þarna upp og komast að því að það er töluverður munur á efri og neðrideild. Finnst samt að þeir eiga meira inn en þetta. Vonandi að þeir nái að koma sér á skrið.

     

    FC Keppnis: Sama sagan þar og hjá Höndinni. Það er gríðalegur munur á efri og neðrideild og þessi lið verða að vera fljót að aðlagst ef þau vilja hald sæti sínu í efrideild..

     

    Neðrideildinna þekki ég ekki nógu vel til að fjalla um.

     

    En varðandi línuverðinna verð ég að viðurkenn að mér finnst það eitthvað það besta sem komið hefur fyrir deildinna. Við sem sjáum marga leiki í deildinni verðum alveg varir við mikla breyttingu bæði í gæðum dómgæslunar og minni tuði og væli í dómaranum. Vissulega geta bæði dómara og línuverði átt slakan dag og jafnvel að þeir hafi ekki alveg reglunar á hreinu í sumumtilfella. En hvað oft hefur maður ekki séð heilu og hálfu leikinna leysast upp í algjört vitleysu og rugl útaf rangstöðu dómum hvort sem þeir voru réttir eða rangir þegar það var bara einn dómari.. Línuverður eru klárlega málið og finnst það frábært að hafa þá.

     

    Efri og neðrideildar dramað. Mér persónulega er alveg sama hvort er. Bæði þeir sem eru á móti og þeir sem eru með neðri og efrideild hafa mikið til sýns mál. En ég veit ekki hvað oft ég hef hamrað á þessu við menn, þegar kemur að svona atriðum þá er lykill atriði að mæta á aðalfund og koma sýnum skoðunum á framfæri og taka þátt í kosningum um þessi mál. Lög deildarinnar kveða svo um að allar stórar breyttingar á deildinni verður að bera undir aðalfund og kjósa um það þar. Það þýðir ekki að koma með óskir um annað þegar sá fundur er búinn. Sama hvað menn rita inn á síðuna þá fær það engu breytt... Munið bara að mæta á aðalfund og segja ykkur skoðun og kjósa. Þessir fundir eru mjög vel auglýstir bæði hér á síðuni og með mail-um sem forráðarmenn liðanna fá í byrjun Janúar og reglulega eftir það fram að fundi.

     

    KV

    Með von um skemmtilegt fótbolta sumar

     

    Gaui

    Kumho

     

    Ps. Hef miklar áhyggjur af mökkaða Möllernum.

    Nú er hann orðinn heimililaus og við einum spjallaranum fátækari.

  • Skrifað af A Landslið fyrir meira en 611 vikur

    Liðin sem urðu í 1 og 2 sæti í neðrideild í fyrra spiluðu við 2 af sterkari liðum efri deildar sama kvöldið Landsliðið-Höndin fór 7-2 og Dragon-Keppnis fór 9-3.. Kannski eru þessi úrslit ekki marktæk að einhverju leyti en ljóst er að mikill munur er á sterkum liðum í Efri deild og miðlungsliðum í neðri ef eitthvað mark sé tekið á þessum leik.

  • Skrifað af jk#5 fyrir meira en 611 vikur

    Sælir piltar, mér finnst þetta mót vera eitt það besta sem ég hef tekið þátt í og hafa þau verið nokkuð mörg í utandeildinni. Dómgæslan hefur alldrei verið betri og klárlega ein besta ákvörðun stjórnarinnar að fá línuverði inn í þetta því þeir sem hafa spilað í öðrum deildum hjá KSÍ vita vel hvað það er gott að geta spilað rangstöðu þegar það er hægt og það er ekkert meira óþolandi en að fá á sig mark þegar sóknarmaður er kannski 1-2 metra fyrir innan og dómarinn sér það ekki. Ég veit ekkert um neðrideildina en það eru örugglega 2-3 lið það sem munu koma á óvart í úrslitakeppninni og jafnvel bikarnum. Í sambandi við efri deildina þá sýnist mér þetta verða eins og síðustu ár. Við spiluðum við Ögnamenn í gær og það er klárlega besta liðið sem við höfum spilað við í sumar frábært lið, vel spilandi, fljótir og eiga fullt erindi í toppbaráttuna og vill ég þakka Ögna fyrir góðan leik sem hefði hæglega getað farið á báða bóga.

     

    Kv.

    Jói 5 

  • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 611 vikur

    Flottur leikur hjá báðum liðum. Kumho vs. Ögni.  Eins og Jói segir hefði getað farið á báða bóga. Það sem skildi liðin að í þessum leik var að Kumho nýtti sín færi en ekki Ögni.  Stefnum á úrslitakeppnina og vonandi mætumst við á ný!  Takk fyrir leikinn.

    Kveðja,

    Helgi

  • Skrifað af Schweinsteiger fyrir meira en 610 vikur

    Ég tek undir áhyggjur manna af Möllernum. Hef þungar áhyggjur af þessum mikla snillingi. Utandeildarboltinn, nektarljósmyndir af Vigdísi Finnboga, bjór og óaðfinnanlegir Lloyd´s spariskór voru það eina sem hélt honum gangandi síðustu ár. Tel miklar líkur að hann leiðist útí mjög hart vændi núna þegar Elliði er allur.

    Möller, þú ert velkominn á leiki Landsliðsins hvenær sem er. Splæsum á þig 2 kippum af bjór fyrir hvern leik ef fáum þína útriðnu satanísku truntupussupistla birta hér á ný.  

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður