Rangur dómur stjórnar.

  • Skrifað af Raggi Kumho fyrir meira en 659 vikur

    Nú kl. 19.03 birti stjórn niðurstöðu kæru Ögna á hendur Kumho. Um er að ræða rangan dóm, þar sem forsenda stjórnar er einfaldlega röng.


    Nr. 1 Leikamðurinn var ekki ólöglegur fyrir leikinn, og mátti spila hann sbr. skráningarreglur og agareglur. Ekki er deilt um það atriði.

    Nr. 2 Það að hann sé ekki á leiksskýrslu er aðal atriðið. Það hinsvegar getur ekki valdið því að hann sé ólöglegur eitt og sér. Það er tæmandi talið hvernig aðilar geta orðið ólöglegir. Það er ef þeir eru ekki réttilega skráðir sbr. 2. gr., hafa fengið agaviðurlög (spjöld) skv. 8. gr. eða þá að sett sé út á útbúnað leikmanns sbr. 9.gr.

    Af þessu sést að leikmaður verður ekki ólöglegur af öðrum ástæðum en þeim sem hér að undan eru rakin. Engin ástæða á við og því verður aldrei hægt að segja að hann hafi verið ólöglegur. Það segir hvergi að aðili verði ólöglegur bara við það að vera ekki á leikskýrslu. Hefði það átt að vera þannig, þá hefði það þurft að standa berum orðum í lögunum.

    Nr. 3 Í 11. gr. er tæmandi talið 3 aðstæður sem upp geta komið sem réttlæta það að leikur sé dæmdur 3-0, kæranda í vil.

    i) Þegar lið skilar ekki inn leikskýrslu. Það að skila inn leikskýrslu sem er ekki 100% rétt getur ekki talist brot skv. þessari grein. Það segir skýrt að "ef lið skilar ekki inn skýrslu og fær á sig kæru dæmist leikur tapaður 3-0."

    ii) 15 min eftir að leiktími hefur verið auglýstur að lið mæti ekki eða mæti færri en 7 og geti ekki spilað leikinn.

    iii) Ef lið verður uppvíst að svindli eða noti ólöglega leikmenn.

    Takið eftir að samkvæmt röksemdafærslunni í 2.lið þá er viðkomandi leikmaður ekki ólöglegur. Þess vegna er ekki hægt að dæma Ögna sigur á þeirri ástæðu (iii.) Augljóst er að (ii) á ekki við, þar sem Kumho menn mættu og léku leikin.. Þá er bara spurning um hvort að (i) eigi við. Þar stendur bara að leikur dæmist 3-0 ósigur skili lið ekki inn leikskýrslu. Þar er ekki heimild til þess að dæma leik tapaðan vegna þess að það séu annmarkar á leikskýrslu. Ef svo er þarf að meta annmarkana út frá (iii) lið hvort um svindl eða ólöglegan leikmann er að ræða.

    Nr. 4 Þá erum við komnir á þann stað að Utandeildarreglur taka einfaldlega ekki á þessari aðstöðu. Þá ber skv. 5. gr. utandeildarinnar að líta til KSÍ reglna.
    Þar vandast málið, þar sem hvergi stendur hvernig taka eigi á því þegar löglegur leikmaður er ekki skráður á skýrslu.

    Í dómnum er vísað til reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót og þá er vísað í 40. gr. sem fjallar um ólöglega skipað lið. Málið er að umræddur leikmaður var aldrei ólöglegur og verður ekki ólöglegur bara við það að vera ekki á skýrslu.

    Þetta snýst um brot á reglum um leikskýrslu en ekki um að láta leikmann í banni spila leik, leikmann sem þegar, áður en leikur hefst, hefur verið úrskurðaður í leikbann. Dómurinn viðurkennir að Haukur Heimisson hafi verið löglegur, og því þarf ekki að ræða það frekar.

    Ljóst er að 40. gr. á ekki við, þar sem þar er fjallað um ólöglegan leikmann, sem dómurinn er búinn að viðurkenna að hafi aldrei verið ólöglegur.

    Nr. 5 Við sjáum í dómi 3/2009 Keflavík gegn ÍR hvernig KSÍ tekur á svona málum. Dómurinn er þrískiptur, Sigurði I.Halldórsson, Þröstur Ríkarðsson og Helgi R. Magnússon sátu dóminna.

    Þar var leikskýrsla röng, „Á henni var leikmaður nr 28 í byrjunarliði. Inni á vellinum var hins vegar leikmaður nr. 25 sem ekki var á skýrslu." Sem er eins aðstæður og komu upp á í leik Kumho og Ögna, leikmaðurinn var inni á vellinum og var ekki á skýrslu.

    Þar segir síðan „Það er mat nefndarinnar að í þessu tilviki hafi verið um að ræða mistök við skráningu leikskýrslu af hálfu forsvarsmanns kærða, sem ekki hörðu nein áhrif á gang leiksins að öðru leyti."

    „Með vísan til framanritaðs eru ekki forsendur til þess að fallast á kröfu kæranda um að dæma leikinn tapaðan fyrir kærða, ÍR."

    Takið eftir að þeir vísa ekki í neinar lagagreinar eða reglugerðir, því að það eru engar lagagreinar eða reglugerðir sem fjalla um misskráningar á leikskýrslum.

    Nr. 5 Hvað varðar önnur fordæmi í dómum stjórnar utandeildarinnar, þá ef þau eru í mótsögn sem haldið er fram í þessum pistli, þá er það einfaldlega rangir dómar og ekki ber að taka ranga dóma sem fordæmi.


    Niðurstaðan er einföld og skýr.

    Það er ekki heimild fyrir stjórn að dæma 3-0 sigur nema í 3 tilfellum samkvæmt lögunum. Ekkert af þeim tilfellum á við. Það er ekki heimild til að dæma 3-0 sigur vegna galla á leikskýrslu. Leikmaðurinn var aldrei ólöglegur.

    Því er þetta rangur dómur.

     

     

    Raggi Tjörvi # 22 Kumho Rovers

  • Skrifað af glaz fyrir meira en 659 vikur

    Þú segir að það geti bara verið þessar 3 ástæður fyrir að dæma skuli leiki tapaða 3-0

    fyrir 4 árum brutust út slagsmál í leik kórdrengjana og cossamara, kordrengir voru að vinna þann leik 7-0 en var dæmdur ósigur, ertu þá að segja vegna þess að þeir brutu enga af þessum reglum að það hefði ekki átt að dæma þeim 3-0 tap

  • Skrifað af Raggi Kumho fyrir meira en 659 vikur

    Sæll Glaz

    Já samkvæmt Utandeildar reglunum eru bara 3 heimildir til þess að dæma leik tapaðan tapaðan 3-0. En til viðbótar er það 5. gr. sem er heimild til að skoða málið út frá almennum KSÍ reglum, þannig að 4 heimildin er þar.

    Þannig að í þessum áflogum, ef kórdrengirnir hafa fengið 5 rauð spjöld, þá er leikurinn tapaður samkvæmt ii) hér að ofan.
    Eða þá samkvæmt KSÍ heimild, sem er rúm og tekur afar hart á ódrengilegri framkomu (sem slagsmál verða að teljast til).

    Það væri hægt að halda því fram að kórdrengirnir hefðu svindlað með að berja hina sbr. iii), þar sem það telst bæði óíþróttamanslegt og brot á knattspyrnureglunum.


    Þessu er svarað með það í huga að lögin hafi ekki breyst, en ég hef ekki hugmynd um hvernig þau voru fyrir 4 árum.

    Það er almennur skilningur á lagatúlkun að þegar ákvæði eru íþyngjandi þá ber að túlka þau þröngt, eins nálægt orðana hljóðan og mögulegt er. Á það við einnig hér.

    Ég vona að þetta hafi svarað þér vinur.

    Raggi Tjörvi #22 Kumho Rovers

  • Skrifað af harr fyrir meira en 659 vikur

    Þarf samkvæmt þessu þá ekki að hafa neinn á skýrlu. Er þá bara nóg að hafa einn mann á skýrslunni og svo alla hina bara í gagnagrunninum ? 
    Maðurinn var ekki á skýrslu. Það eitt er nóg 

  • Skrifað af Raggi Kumho fyrir meira en 659 vikur

    Harr, það er bara ekki rétt hjá þér. "Maðurinn var ekki á skýrslu. Það eitt er nóg" Hvar er þessi heimild til þess að dæma leiki tapaða vegna galla á leikskýrslu?

    Varðandi spurninguna þína "Er þá bara nóg að hafa einn mann á skýrslunni og svo alla hina bara í gagnagrunninum?

    Þetta snýst allt um túlkun á þessum 2 reglum 9. gr.

    #1   "Ef lið skilar ekki inn skýrslu og fær á sig kæru dæmist leikur tapaður 3-0".  

    #2"Ef lið verður uppvíst að svindli eða noti ólöglega leikmenn dæmist leikurinn tapaður 3-0"

    Varðandi #1. Ef þessi regla er túlkað út frá nákvæmlega bara því sem stendur þá er það nóg, til þess að sleppa við kæru að skila inn skýrslu. Eina skilyrðið er að hún sé prentuð út af síðu UD. Það segir hvergi að það megi ekki bæta við hana leiðréttingum eða auka upplýsingum.

    Ef þessi regla er túlkuð út frá hagkvæmissjónarmiði og þeim meginreglum sem gilda í knattspyrnuiðkun, um sanngirni og svindleysi, þá eiga lið að halda þessum skýrslum sem allra réttustum, og þá skiptir ekki máli þótt að viðbótarupplýsingum sé bætt við hana eftir leik, eða handskrifað. Þetta er sú túlkun á reglum sem KSÍ virðist fylgja. 

    Þannig að já ef lið myndi skila inn skýrslu einungis með einu nafni, og vísa síðan í gagnagrunn, þá ætti að veita því liði ámingingu og gefa því færi á að leiðrétta skýrsluna, en ekki að fara í næst harkalegasta úrræði sem er að dæma 3-0 tap.

    #2  Þessi regla segir sig að mestu leiti sjálf. Við lýðum ekki svindl og ódrengilega framkomu, og að lið séu að nota leikmenn sem hafa verið dæmdir í bann. Þetta er bara klárt brot og það sem skiptir hér máli er einbeittur brotavilji þess liðs sem svindlar eða teflir fram leikmanni sem hefur verið dæmdur í bann.

     

    Að lokum snýst þetta um þessa venju að ef það eru hnökrar á leikskýrslu þá sé það bara jafnt og 0-3 tap hjá viðkomandi liði. Það er ekki heimild fyrir stjórn til að koma svona fram. Þetta er alltof hart úrræði, og ætti einungis að vera notað sem lokaúrræði ef leiðbeiningar og áminningar duga ekki til þess að menn standi vel að leikskýrslum.

    Þetta er deild sem var búinn til af liðunum sem ákváðu þá að etja kappi á jafnréttisgrundvelli, fyrstu reglurnar voru fáar og svo bættust við reglur þegar á þurfti. Það einfaldlega vantar reglur sem taka á smáhnökrum á leikskýrslu.

    Þessi framkvæmda úrskurða stjórnar í kærumálum sem varða leikskýrslur er einfaldlega út í hött. Það er ekki heimild til að dæma leiki 3-0 tapaða vegna annmarka á leikskýrslu. Sú framkvæmd sem hefur verið á slíkum málum hingað til er einfaldlega röng og ber að leiðrétta hana.

    Þannig að til að svara þér í stuttu máli: Nei það er ekki nóg, en það þarf að meta þetta í hvert skipti fyrir sig. Það ætti að veita liðum tækifæri á að laga sín mál sem snúa að formreglum. Ef lið ítrekað eru með trassaskap í þessum málum, þá ætti bara að sekta liðið.

    Raggi Tjörvi #22 Kumho Rovers.

  • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 659 vikur

    Það sem greinilega þarf að gerast, er að fara gaumgæfilega og virkilega vel yfir þennan reglupakka og betrumbæta.

    Þó þetta sé áhugamannadeild, þá finnst mér að reglur eigi að vera svart og hvítt.

    Ef það er gert, þá er ekki verið að miðla málum, tekið drengskapar gaurinn á þetta og þar fram eftir dögunum.  Getur vafist fyrir mönnum hvenær á að taka drengskapar gaurinn á þetta, þ.e. sumum gæti þótt þetta ekki skipta máli í þessu tilviki en skipta máli í öðru tilviki, hver á að dæma um það ??

    Það hlýtur að leiða til þess að öll lið taki betur á sínum málum og á sínum mannskap og af öllum líkindum myndum við hætta að sjá kærur.

    En þetta er bara mitt álit, líklegast ekki allir sammála því.

  • Skrifað af binniulla fyrir meira en 659 vikur

    Mikið svakalega fagna ég þessari umræðu.

    Við í Ögna reyndum í kærumáli okkar við SÁÁ að benda mönnum á hversu fáránlegt það væri að vera bara með ein viðurlög við kærum. Þ.e. að dæma leik 3-0 öðru liðinu í hag, sama hvert brotið væri. Því reyndum við að kæra til baka að eina auglýsingu hafi vantað á einn búning, bara til að athuga hversu smátt brotið þyrfti að vera til þess að það væri dæmanlegt.

    Þetta er augljóslega kolrangt kerfi þar sem allir geta gert smá mistök og í flestum leikjum vantar eitthvað á leikskýrslur, annaðhvort tveir skráðir á sama númer eða einhverjir smá gallar. 

    Á endanum urðum við að sætta okkur við úrskurð stjórnar en kröfðumst þess að reglunum yðri breytt og að bætt yrði við viðurlögum við smærri brotum "formgöllum" sem hafa ekki nokkurn skapaðan hlut með úrslit leikja að gera.

    Á aðalfundi árið eftir var aðeins farið í þetta mál en öll lið virtust sammála um það að núverandi kerfi væri það eina sem gengi.

    Þess vegna kæðrum við leikinn svo að fleiri lið en við fengju að finna fyrir óréttlæti þessara reglna og sjái þörfina á úrbótum.

    Kveðja, Brynjar - Ögni

  • Skrifað af 0007 fyrir meira en 659 vikur

    Held nú frekar að þið þolið illa að tapa fyrir Komho 11-1 í tveim leikjum. Gallast að vera tapsárir

  • Skrifað af orvar05 fyrir meira en 659 vikur

    Binni: 

    Árið 2009 skilið þið inn skýrslu sem er öll handskrifuð. í reglum UD er það sérstaklega tekið fram, skýrum og berum orðum: 

    9. gr:
    "Aðeins leikskýrslur prentaðar af vef UD eru löglegar skýrslur."

    11. gr:
    "Ef lið skilar ekki inn skýrslu og fær á sig kæru dæmist leikur tapaður 3-0." 

    Þarna er greinilega verið að fara kórrétt með valdheimildir stjórnar. Þið skilið ekki inn skýrslu (skv. skilgreiningu 9. gr er handskrifuð skýrsla ekki skýrsla) og þess vegna tapið þið leiknum.

    Hvort refsingin í því tilfelli sé hörð eður ei er allt annað mál, að sama skapi má spyrja spurninga um drengskap og heiðarleika þeirra sem kæra. 

    Í dómi stjórnar í máli Ögna gegn Kumho er hins vegar hvergi vísað í svona skýrar reglur og menn leyfa sér að geta í eyður og gefa sér ákveðnar forsendur. Það er með öllu ólíðandi og stjórn í félagsskap sem þessum á ekki að geta leyft sér það. 

    Svo að Binni; þú ert ekki að sambærilega hluti saman. Annar er fullkomlega skýr, hinn ekki. Í öðru tilfellinu eru valdheimildir til staðar og rétt nýttar, í hinu er um illa rökstudda geðþóttaákvörðun stjórnar að ræða í máli þar sem reglur UD eru óljósar og óskýrar í það allra minnsta en reglur KSÍ skýrar og fordæmi fyrir dómi. Rétt skal vera rétt. 

     

    Með vinsemd og virðingu,

    Örvar, Kumho nr. 19

  • Skrifað af binniulla fyrir meira en 659 vikur

    En Örvar hvenær ertu með prentaða skýrslu og hvenær ekki?

    Þarf eitt nafn að vera handskrifað til að skýrsla sé ekki prentuð? Tvö? Er nóg að vera með umgjörðina prentaða og allt handskrifað inn í? Er nóg að setja blað í prentarann og prenta headerinn af utandeildarsíðunni og rest handskrifuð?

    Svo ertu að gleyma að við fengum leyfi til að skila skýrslu gegn SÁÁ í hálfleik en skýrslan var farin út af UD.is vegna þess að leikur var byrjaður og því þegar öllu er á botninn hvolft um

    kerfisgalla að ræða nákvæmlega eins og í þessu tilfelli.

    Brynjar - Ögni

  • Skrifað af Mummi fyrir meira en 659 vikur

    Brynjar.. þannig að þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þett sst um það að stjórnin dæmdi sennilega rangt í ykkar tilfelli og er bersýnilega að dæma stórkostlega rangt í þetta skipti. en þrátt fyrir það sjáið þið ekki drengskap ykkar í því að draga þessa þvælu til baka ?

  • Skrifað af orvar05 fyrir meira en 659 vikur

    Það kemur skýrt fram í reglunum: 

    "Aðeins leikskýrslur prentaðar af vef UD eru löglegar skýrslur."

    Ykkar var það ekki, okkar var það hins vegar. 

    Munurinn á okkar máli og ykkar er sá að í reglum UD er skýrt tekið fram varðandi ágalla á ykkar skýrslu. Það á hins vegar ekki við um okkar formgalla. Því hefði átt að fara eftir reglum KSÍ í þessu máli en ekki illa ígrunduðu huglægu mati stjórnar eins og gert var. 

    Nú veit ég ekki frá hverjum þið fenguð leyfi til að senda inn skýrslu eftir leik en staðreyndin er hins vegar sú sama, þið mættuð ekki með útprentaða skýrslu eins og lög gera ráð fyrir. Það er mergurinn málsins, að í ykkar tilfelli eru reglurnar skýrar en ekki í þessu tilfelli. Því er þessi dómur ómerkur og ógildur í mínum huga. 

  • Skrifað af gauti10 fyrir meira en 659 vikur

    Mig langar að ítreka spurninguna sem Örvar setti fram í hinum þræðinum varðandi áfrýjunarfrestinn. Það kemur ekkert fram í dómi stjórnar hvenær hann rennur út og ekki hef ég nein sambönd við stjórnina aðra en í gegnum spjallið.

    Binni, er það kerfisgalli að þið fóruð í það að prenta út skýrsluna rétt fyrir leik? Varðandi leyfið til að skila inn handskrifuðu skýrslunni, þá get ég fullvissað þig um að það hefði ekki verið gert mál af okkar hálfu ef við hefðum verið látnir vita fyrir leik. Það er bara mismunandi hvernig menn taka á þessum hlutum.
    En þetta er líka það sem við erum að reyna að benda á. Mér persónulega finnst að það ætti að leyfa handskrifaðar skýrslur, á meðan nöfnin, kt og númer eru VEL skiljanleg þá sé hún lögleg.

    En annars erum við ekki beint að tala um kerfisgallann, heldur refsinguna sem við eigum að hljóta. Hún er of hörð miðað við gildandi reglur og rökin fyrir henni eru hreinlega röng.

    mitt mat að sjálfsögðu og þarf á engan hátt að endurspegla mat dómnefndar.

    Ég reikna með að við förum með þetta alla leið, því jú eins og flestir virðast vilja skulu reglur standa. Verði þetta refsingin skulu skýringarnar vera réttar.

  • Skrifað af Schweinsteiger fyrir meira en 659 vikur

    Vá hvað þetta mál er glatað fyrir Utandeildina. Hélt að hún væri bara fyrir alvöru íslenska karlmenn.

    Þetta "Við lentum í þessu líka sko, þannig að við notum fyrsta séns til að hefna okkar um leið og tækifæri gefst. Við skíttöpuðum reyndar þessum leik og viljum í raun ekki kæra. En þúst, við erum sko fórnarlömbin í þessu máli." er þroskað. Sérstaklega þar sem þið gerðuð enga fyrirvara þegar fulltrúi Kuhmo kom til ykkar með leikskýrsluna fyrir leikinn. 


    Þið þarna í Ögna, eruði með sköp eða?

  • Skrifað af fcice fyrir meira en 659 vikur

    Svar við spurning hjá Örvari....

    Ef viðkomandi lið vilja áfrýja þá þarf að senda það á stjórnina sem lætur aganefnd deildar fá málið til skoðunar og ÞEIR FARA YFIR MÁLIÐ...

    Varðandi áfrýjanir þá held ég að best að vitna í Ksí að lið hafa 5 daga frá útskurði dóms til að áfrýja málum...til aganefndar....

  • Skrifað af wilkipedia fyrir meira en 659 vikur

    Æ spiliði leikinn bara aftur áður þessi síða breytist endanlega í Barnaland.is

  • Skrifað af orvar05 fyrir meira en 659 vikur

    Halló wilkipedia,

    Finnst þér líklegt að Ögna menn myndu taka það í mál/þora því? 

  • Skrifað af logi fyrir meira en 659 vikur

    ég skora á ögna að fara fram á að leikurinn verði spilaður aftur!

     

  • Skrifað af viktor fyrir meira en 659 vikur

    Nei, núna þarf ég að setja popppoka í ofninn.

    Stjórninn er bundin af þeim reglum sem til eru, hvort sem þær eru gallaðar, sanngjarnar, eða ekki.  Maðurinn er ekki á skýrslu, og löglegur með liðinu eða ekki, þá er hann ólöglegur í viðkomandi leik.  Og jú, viðurlögin eru ströng og einnig ósanngjörn í þessu tilviki, en þau eru samt í reglunum.

    Hins vegar þá finnst mér afskaplega lélegt að fela sig bakvið sárindi með því að benda á svona formgalla.  Ögnamenn hefðu auðveldlega getað þvingað fram reglubreytingar, ef þeim er það svona hjartans mál, með því að benda á fáránleika reglnanna, kæra þetta, draga kæruna í kjölfarið til baka, og komið frá þessum leik með höfuðið talsvert hærra en raunin er orðin, því þeir töpuðu þessum leik frítt og ferhyrnt.
    Jújú, SÁÁ menn fóru illa með þá á seinasta tímabili, og það atvik er alveg jafn lélegt, en mér finnst alger óþarfi að hefna sín á deildinni eða öðru liði til að benda á hversu illa var farið með þá.  "Two wrongs don't make a right" eins og þeir segja í útlandinu.

    Og svona til að bera þetta álit við mína afstöðu gagnvart deildinni, þá man ég ekki eftir einu tilviki þar sem ég hef svo mikið sem litið á skýrslu sem ég hef fengið í hendurnar frá mótherja.  Ef ég fengi vitneskju um að einhver KSÍ leikmaður væri að spila á rangri kennitöluspila, myndi ég skoða málið, enda er það ásetningur og allt annað mál.

    Viktor, Metró #5

  • Skrifað af Raggi Kumho fyrir meira en 659 vikur

    Sæll Viktor

    Ég vona að poppið hafi ekki brunnið á meðan þú gafst þér tíma til þess að rita hér niður hugleiðingar þínar.

    Það er vissulega rétt að stjörnin er bundin afþeim reglum sem til eru.

    Þegar þú segir "Maðurinn er ekki á skýrslu, og löglegur með liðinu eða ekki, þá er hann ólöglegurí viðkomandi leik," þá er ég ekki viss hvort þú ert að setja fram þína skoðun eða staðhæfingu.

    Ef þetta er þín skoðun þá virði ég hana vissulega, því allir höfum við jafnan rétt til að tjá okkur hér á spjallinu. Ef þetta er hins vegar sett fram sem staðhæfing, þá er sú staðhæfing bæði röng og virðist ekki byggja á neinu öðru en því sem þú telur að sé rétt.

    Þau lög sem hér um ræðir eru ekki eins skýr og þau ættu að vera, en engu að síður er tæmandi talið hvenar leikmaður telst ólöglegur. Annars vegar þegar leikmaður getur ekki öðlast leikheimild yfir höfuð, (vegna þess að hann uppfyllir ekki skilyrði 2. gr., spili með liði innann vébanda KSÍ eða félagaskiptaglugginn hafi lokast). Hinsvegar þegar leikmaður fer í leikbann. (vegna spjalda eða vegna úrskurðar stjórnar í agaviðurlagamálum).

    Það er einfaldlega ekki heimild í lögunum til þess að dæma leikmann ólöglegan einungis vegna þess að hann er ekki á leikskýrslu. Það skiptir ekki máli hversu margir ákveða að láta sína skoðun varðandi þetta atriði í ljós. Ef leikmaður er löglegur þegar dómari flautar leikinn á, þá er annmarki á leikskýrslu ekki að fara snúa því.

    Það eru margir búnir að virða álit sín hér á spjallinu, þótt fáir hafi vilja til að rökstyðja það sem þeir setja fram. Ástæðan fyrir því er eflaust að það er einfaldlega ekki hægt að rökstyðja það samkvæmt lögum Utandeildarinnar eða lögum og reglugerðum KSÍ. Þetta er ekki flókið mál, þetta snýst eingöngu um annmarka á leikskýrslu og viðurlög við því broti. Þau viðurlög eru, því miður, ekkert annað en leiðbeinandi tilmæli og lagfæring á leikskýrslu.

    Það hafa margir skoðun á þessu máli, sumir sem hafa kynnt sér málið og lögin og aðrir ekki, en það vill einfaldlega svo til að mín skoðun er sú réttasta af þeim öllum.

     

    Raggi Tjörvi #22 Kumho Rovers

     

  • Skrifað af Fimman fyrir meira en 659 vikur

    Mér finnst Raggi Kumho koma fram með mjög sterk rök hérna og fannst mér þetta vera skemmtileg lesning en á sama tíma örlítill rembingur í að reyna að breyta dómnum (alls ekki illa meint, myndi eflaust gera það sama)

    Það er klárt að leikmaðurinn var skráður í Kumho, ekki í banni og galli á skýrslu eini grundvöllur þessarar ákæru.
    Ég get verið sammála því að þetta sé "hefnikæra" vegna þess að þeir voru illa leiknir í þessu SÁÁ máli.

    Við í Hjörleif lentum í svipuðu atviki í fyrra þar sem við hefðum klárlega getað kært og fengið leikinn unnin en þar fórum við akkúrat eftir síðu KSÍ sem stóð: Leikurinn vinnst á vellinum en ekki á pappírum. Og játuðum það bara að við vorum lélegri þennan daginn.

    Því miður virðast Ögna menn ætla að setja svartann blett á úrslitakeppnina þetta árið og er það ver og miður.  Sérstaklega í ljósi þess að þessi leikmaður hefur spilað marga leiki fyrir Kumho í sumar og er ekki nýr á nálinni. Ég er samt sem áður ekki að hrauna yfir Ögna menn, þetta var ekki á svörtu og hvítu og er það grundvöllur fyrir kæru og þeir nýta sér það til fullustu. Þeir unnu leikinn utanvallar og er þá ekki típískt að þeir tapi seinasta leiknum og þessi kæra og allt þetta uppþot á síðunni verði til einskis. Væri hið minnsta hlægilegt.

    Davíð #Hjöllinn sinn


  • Skrifað af Judasinn fyrir meira en 658 vikur

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður