dómaramál...

  • Skrifað af Judas fyrir meira en 713 vikur

    Ég held að flestir séu sammála að einn dómari ræður ekki við heilann leik.. Það sannaðist gjörsamlega í gær í leik kumho og landsliðsins.. Auðvitað reyna dómarar að gera sitt besta en einn dómari, enginn aðstoðarmaður.. Þetta gengur einfaldlega ekki upp....

  • Skrifað af dreki324738746873 fyrir meira en 713 vikur

    væri snilld að fá línuverði í úrslitakeppnina. Þá líka helst að Hörður og sá rauðhærði dæmi úrslitakeppnis leikina. Þeir tveir bera af.

  • Skrifað af Judas fyrir meira en 713 vikur

    Ég er þá frekar að tala um 2 dómara á leik.. hver með sinn helming.. Það hefur komið vel út..

     

  • Skrifað af joi81 fyrir meira en 713 vikur

    já must að hafa 2 dómara.en samt Hörður er langbest dómarinn í þessari deild..

  • Skrifað af Diddi fyrir meira en 713 vikur

    Innilega sammála þessu sem hefur komið fram hér. Nú er ekki langt síðan ég spilaði í 2. flokki og það er himin og haf á milli dómgæslunnar þar og síðan dómgæslunar sem við fáum. Hugsa að það væri skemmtilegra þó það myndi þýða aðeins hærri mótsgjöld að hafa dómgæsluna meira alvöru.

     

    Svo bara af einskærri forvitni, hver var að dæma leik Landsliðsins og Kumho (helst að lýsa honum útlitslega því ég þekki þessa dómara ekki með nafni) ? 

     

    Kv. Diddi

    Ögni #6

  • Skrifað af Judas fyrir meira en 713 vikur

    Ég veit að hann er kallaður Höddi.. líklega er það Hörður þá.. Hann hefur dæmt leiki sem ég hef spilað áður og ekki kvarta ég persónulega.. En þetta kvöld var bara ekki hans besta.. Alls ekki arfaslakur en það er bara svo erfitt fyrir einn að vera með alla dómgæsluna á hreinu...

    Hann er grannur 1.80 stutthærður og smáskalli byrjaður að myndast.. giska á um 30 ára.

     

  • Skrifað af bolltastrakurinn fyrir meira en 712 vikur

    Það má alveg fá góða dómara í mótið... það eru samt nokkrir dómarar með reynslu sem hafa verið að dæma í gegnum tíðina. Persónulega finnst mér Jakob eða Kobbi vera einn sá stapílasti. Hann er sanngjarn og hefur fína yfirsýn.

  • Skrifað af Diddi fyrir meira en 712 vikur

    Já innilega sammála boltastráknum varðandi Jakob, mér fannst líka ansi þægilgur stuttklippti ljóshærði gæinn sem spilar eða spilaði allavega á síðustu leiktið með Kumho.

     

    Kv. Diddi

    Ögni #6

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður