Úrslit 5.08 á HK-vellinum

  • Skrifað af domari6 fyrir meira en 716 vikur

    Dufþakur vann Hómer 4-3, staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Dufa.  Leikmenn Dufa fengu víti á 5 mín (klaufabrot) og komust í 2-0.  Dufi átti svo 2-3 góð tækifæri til að bæta við 3 markinu, en góður markmaður Hómers varði oft glæsilega.  Hómer voru allan tímann hættulegir í sínum sóknum og á 37 mín skoruðu þeir verðskuldað mark.  Auka framherji bætist svo við lið Hómers í síðari hálfleik og hann jafnaði leikinn á 46 mín með stórglæsilegu skoti (vipu) fyrir utan vítateig og yfir markmann Dufa sem hafði hætt sér of framarlega.  Fimm mín síðar fær leikmaður Hómers sitt annað gula spjald og því rautt og í framhaldi af því náði Dufi að galopna vinstri væng Hómers og kantmaður Dufa skoraði fallegt mark, 4 mín síðar náði Dufi svo fjórða marki sínu, en Hómer neitaði að gefast upp og einum færi & tveim mörkum undir héldu þeir uppi pressu sem skilaði sér í aukaspyrnu sem framherji þeirra náði sér af harðfylgi á endarlínu.  Sending þaðan endaði svo með flottu skalamarki frá Hómer.  Þegar komið var fram yfir leiktíma náði Dufi glæsilegri sókn sem endaði með marki, en dómarmistök leiddu til þess að markið var ekki látið standa og dæmd rangstaða, en áhorfendur sem voru velstaðsetir sögðu við dómarann eftir leik að viðkomandi leikmaður hefði ekki verið rangstæður.  Sem betur fer höfðu þessi mistök ekki alvarlegar afleiðingar fyrir úrslit leiksins.  Framherjar & markmenn liðanna voru bestu leikmenn kvöldsins og leikurinn var spenntandi & skemmtilegur.

    Mér skilst að leikur Elliða gegn Landsliðinu hafi endað 3-4, ég vona að það verði staðfest síðar í kvöld eða á morgun.  Sá leikur fór fram í Laugardalnum.    kv. Jakob dómari

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður