mótið í sumar

  • Skrifað af Foxy fyrir meira en 776 vikur

    hvern halda menn svo að mótið fari... Held a V.Júpeters flengja þetta mót.. sé ekki að nokkuð lið geti stöðva þá.. Það verður gaman að sjá hverning nýjuliðinn standa sig í sumar Veit að HaukarU skellti Geirfuglum sem stóðu sig vel á síðasta ár..

    En hverning finnst svo mönnum mótið fara af stað svo loksins eftir að það byrjaði.. Dómara hverning hafa þeir staðið sig og eru þetta sömu dómarar og í fyrra....

    Sýnist á öllu að síðan eiga eftir að vera tussu flott..

    þetta leggst bara vel í mig en ykkur

    kv Foxy

  • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 776 vikur

    Geirfuglarnir voru mjög sterkir gegn Haukar U og held ég að þeir fari aftur langt í ár.  Set spurningamerki á Haukana.

    Vængirnir er lang líklegastir, og tel ég að þeir taki þetta..

    Önnur lið sem gætu blandað sér í baráttuna er að sjálfsögu FC-CCCP, TLC, Elliði, Kumho og Hjöllinn.  Svo auðvitað ellismellirnir í Dufþak.

    Hef verið lengi í þessari deild og því segi ég þessi lið enda hafa þau alltaf farið langt. En þar sem ég veit ekkert um nýju liðin, þá treysti ég mér ekkert að spá í þau, nema hvað það er alltaf eitthvað eitt sem verður spútniklið, vonum bara að það verði aftur þannig þetta árið :) .

    kveðja Helgi

     

  • Skrifað af Maðkurinn fyrir meira en 776 vikur

    Vængir og Kuhmo ættu að vera með sterkustu liðin. Síðan koma lið eins og TLC sem herfur reyndar misst sinn besta mann í með brottfalli Sigga Sæbergs. Þessi 3 lið eru sterkust en og erfitt að segja til um hver tekur dolluna. Tippa á Kuhmo.

    Því næst koma gamalgróin stórveldi eins og Hjörleifur, Elliði og Dufþakur. Veit ekki alveg með CCCP. Þeir voru byrjaðir að gefa hressilega eftir í fyrra og spurning hvort þeir séu ekki bara í verri málum núna. Grunar það.

    Svo næst á eftir þessum stóru liðum koma nokkur lið sem gætu blandað sér í baráttuna í úrslitakeppninni. Vatnaliljur, Fame, Geirfuglar, Dragon. Svo eru lið eins og Ice og SÁÁ sem eiga víst að mæta sterk til leiks í ár. Eins og oft áður þá kemur alltaf eitthvað eitt nýtt fersk lið. Haukar U gætu verið það lið.

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður