Ír open

  • Skrifað af fan13 fyrir meira en 679 vikur

    Jæja nú í dag fer fram seinasta umferðin í ÍR open ári 2011.

    Í A-riðli eiga 3 lið möguleika á að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Þau eru Hjölli, Kef FC og FC Dragon. En Kef og Dragon eiga einmitt innbyrðisleik í þessari umferð og má búast við að það verði hörkuleikur. Kef dugar jafntefli en Dragon þarf á sigri að halda, í hinum leik riðilsins mætast FC Keppnis og Hjölli.

    Í b-riðli er staðan frekar flókin, það virðist sem að öll liðin eigi möguleika á að tryggja sér sæti í undanúrslitum. SÁÁ eru efstir eins og er en þeir eiga leik við Ögna sem verða að vinna þann leik til að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Hinn leikur riðilsins er Metró á móti Skell má búast við hörkuleik þar. Bæði lið eiga góða möguleika á að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

    Endilega koma með spá um leikina í dag og svo undanúrslitin. Einnig meiga menn ræða sumarið út frá þessu móti, virðist sem að sum liðin séu búin að bæta sig gríðarlega í vetur og eiga eftir að koma mikið á óvart í sumar.

  • Skrifað af joi81 fyrir meira en 679 vikur

    ég held að það sé alltaf erfitt að vera dæma lið svona snemma þetta er æfingamót og lið ekki komin í sitt besta form.Veit ekki alveg um hvaða lið þú ert að tala um sem eru búinn að bæta sig geðveikt.SÁÁ ,Hjölli,Dragon og Ögni voru öll í playoffs í fyrra og eru að mínu mati bestu liðin í þessu móti.Reyndar er kef og skellur að koma sterk inn.

     

     

  • Skrifað af fan13 fyrir meira en 679 vikur

    Er að tala um skell og kef, reyndar er umferðin í dag mikill prófsteinn á getu þeirra. Spái því samt að Kef komist í undanúrslit, en skellur sitji eftir.

  • Skrifað af Erindreki fyrir meira en 679 vikur

    Held að KEF komi til með að verða með sterkari liðum í sumar. Nýju liðin Samba og Skellur eru með lakari liðum deildarinnar miðað við það sem ég hef séð til þeirra.

    Dragon er búið missa örlítið frá því í fyrra auk þess að vera markmannslausir. Vonandi kemur það samt ekki að sök...

  • Skrifað af joi81 fyrir meira en 679 vikur

    skellur eru með fínt lið ungir strákar sem eru með mikla hlaupagetu.

  • Skrifað af fan13 fyrir meira en 679 vikur

    Þá er það ljóst hvaða lið spila í undanúrslitum.

    SÁÁ vs Hjölli

    Kef FC vs Metró

    Gaman væri ef að menn myndu velta þessum leikjum fyrir sér og spá.

    Mín spá er sú að SÁÁ vinnur Hjölla en í hörkuleik, jafnvel framlenging.

    Kef heldur áfram að koma á óvart og vinnur Metró í venjulegum leiktíma 3-1

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður