Úrslit :Dragon-Elliði

  • Skrifað af Drekamaður fyrir meira en 709 vikur

    Dragon vann víst Landsliðið 4-1

    Elliði sigraði Sáá 2-0

    Sá hvorugan leikinn, endilega komið með smá leiklýsingu.

     

  • Skrifað af joi81 fyrir meira en 709 vikur

    ELLIÐI-SÁÁ

    elliði vann þennan leik 3-0 þó að þau úrslit gefi ekki rétta mynd af leiknum sáá miklu betri í fyrri hálfleik og klaufar að vera ekki yfir 3-0 í hálfleik en elliði kann að refsa og nýttu sín færi í kvöld og gerðu það mjög vel.

     

  • Skrifað af colgate fyrir meira en 709 vikur

    sáá menn voru miklu betri fyrstu 35 min en fengu á sig mark og eftir það hrundi liðið fannst mér, hefðu átt að vera búnir að skora minnst 2-3 mörk í fyrrihálfleik , í síðari hálfleik þá voru elliði með öll völd á vellinum sáá pressaði til að freistast að skora en var refsað fyrir vikið í 2 gang með góðum mörkum, sáá skoruðu þó mark sem var hreint ótrúlegt að skildi ekki standa og það hefði kannski gkörbreytt leiknum, en elliði vel að sigrinum komnir og fyrnasterkir. til hamingju

  • Skrifað af colgate fyrir meira en 709 vikur

    sá ekki fyrri lysingu :)

  • Skrifað af Judas fyrir meira en 709 vikur

    Dragon sigruðu Landsliðið 3-1.. Til Hamingju Drekar þið voru einfaldlega Betri í Dag.

  • Skrifað af Erindreki #3 fyrir meira en 709 vikur

    Dragon vs Landsliðið 4-1

    Jájá yndislega fallegur sigur. Dragon voru betri í fyrri hálfleik og skoruðu mark um miðjan hálfleikinn. Fengum aukaspyrnu við miðju. Sjonni#9 sendi þéttingsfastan á fjærstöng þar sem Atli #9 target centerinn okkar skallaði fyrir á Palla#19 sem slæsaði boltann í hornið. 1-0 . Við þetta fannst mér Landsliðið fara í panic og Dragon réðu lögum og lofum út fyrri hálfleikinn. Hefðum í raun vel getað klárað leikinn á þessum tímapunkti því við vorum að láta boltann rúlla vel og herjuðum grimmt á varnarmenn Landsliðsins. Fengum nokkur mjög góð færi auk þess mark var dæmt af okkur sökum bakhrindingar. Sá dómur orkaði reyndar tvímælis.

    Staðan 1-0 í hálfleik og menn bara vel stemmdir. Í seinni hálfleik náðum við í Dragon ekki eins góðu spili og féllum meira til baka. Landsliðið náði þó ekki að skapa sér neitt af viti nema með langskotum sem fábær markvörður okkar í dag greip vel. Einnig skapaðist af og til hætta eftir aukaspyrnur sem Jökull fékk en taktík Landsliðsins gekk mestu út á það að negla fram á Jökul, enda heldur hann bolta vel. Þegar circa 20 mínútur lifðu leiks fengum við aukaspyrnu 25-30 metrum frá marki. Máni#7 hinn eitraði vinstrifótarmaður gerði sér lítið fyrir og smurði knöttinn efst upp í nærhornið. Markmaður Landsliðsins gerði sitt besta til að verja en náði einingis að slá boltann inn. 2-0 og margir héldu að þetta væri komið þarna. Landsliðið svaraði hinsvegar strax í næstu sók. 2-1. Circa 7 mínútum fyrir leikslok fékk hinn eldfljóti útherjij Drekans boltann einn gegn markverði Landsliðsins. Valtýr 21# hinn fótfrái gerði sér lítið fyrir og sólaði markmanninn og lagði boltann í tómt markið. 3-1 og lítið lifði leiks. Það var samt tími fyrir eitt mark í viðbót. Eftir pressu frá Landsliðinu náði Drekinn skyndiupphlaupi. Sigurður H 24# miðvellingur Drekans fékk boltann rétt aftan við miðju, sá að markvörður Landsliðsins stóð framarlega og fékk víst þá geggjuðu hugmynd að skjóta af þessu færi. Jú hár og langur bogaboltinn söng í netinu yfir markmanninn. 4-1 og dómarinn flautaði til leiksloka nokkrum sekúndum síðar, Geggjaður endir á helnettum leik.

    Dómarinn dæmdi fáranlega mikið af aukaspyrnum í leiknum. Fullmikið fannst mér stundum. Landsliðið vann Dragon 23-2 í vitlausum innköstum. Annars þökkum við Landsliðinu fyrir leikinn. Fínt lið og þeir eru vel að að þessum árangri komnir.

  • Skrifað af Schweinsteiger fyrir meira en 709 vikur

    Já þetta var stórundarlegur leikur í kvöld og hraðinn nánast enginn útaf miklum dómaraflautukonsert sem hentar okkur illa. Við í Landsliðinu gjörbreyttum líka leikkerfinu sem gekk svo massavel gegn Hjörleifi og Kuhmo til að koma Gunna Reynis inní liðið. Hann var hinsvegar á annarri löppinni langt frá sínu besta og þetta riðlaði okkar leik algjörlega. Spiluðum eins og algerir bjánar í fyrri hálfleik og dældum löngum sendingum upp völlinn í stað þess að spila bara einfalt og nota kantana. (alveg sama bull spilamennska hjá okkur og gegn Dufþaki og SÁÁ, undirmannaðir á miðjunni og menn langt frá hvor öðrum)

    Fengum dauðafæri 1 í gegn í stöðunni 0-1 og það var nóg eftir af leiknum þegar við minnkum muninn í 2-1 og Landsliðið liggur alfarið í sókn en inn fór tuðran ekki og við komnir í 2 manna vörn nánast. Fullmikil áhætta kannski tekin með rétt rúmlega 20mín eftir, annaðhvort myndum við þarna skora næstu 2 mörk eða Dragon. Þetta féll með drekunum í þetta sinnið. 3 mark Dragon var nú reyndar alveg fáránlega ódýrt, varnarmaður okkar ætlar undir nánast engri pressu að hreinsa fram en hittir ekki boltann og sóknarmaðurinn labbar 1 í gegn.

    Sárgrætilegt líka að hafa ekki nýtt neitt af þessari endalausu hrúgu af föstu leikatriðum sem Landsliðið fékk. Dragon eru með ágætt útsláttarkeppnislið, enga afburða leikmenn en mjög sterka liðsheild en klára veikleika sem við bara pressuðum ekki nóg á, hefðum átt að hafa varnarlínuna miklu hærra og ýta miðjunni framar en það er auðvelt að vera vitur eftirá. Vona bara að Dragon fari alla leið fyrst þeir þurftu að asnast til að vinna Stórveldið. :) Gangi ykkur vel strákar.

    Við ætluðum okkur að vinna tvöfalt fyrir tímabilið og þetta eru því viss vonbrigði. Það er þó meira en að segja það að fara alla leið í báðum bikurum, við lentum í svakalegri törn í lok ágúst þar sem var spilað nánast annan hvern dag og leikur okkar riðlaðist mikið við meiðsli og þreytu. Náðum vopnum okkar aftur í smá tíma en klúðruðum þessu á úrslitastundu. Við tökum þetta þá bara tvöfalt á næsta ári í staðinn með jafnvel enn betra liði og reynslunni ríkari, farnir að þekkja betur inná andstæðingana.

    Takk allir fyrir alveg frábæra deild í sumar. Takk stjórn fyrir góð og fagmannleg vinnubrögð og fína dómgæslu heilt yfir. Lifi Utandeildin.

     

     

     

     

  • Skrifað af Drekinho fyrir meira en 709 vikur

    Schweinsteiger segir: "Dragon eru með ágætt útsláttarkeppnislið, enga afburða leikmenn en mjög sterka liðsheild en klára veikleika sem við bara pressuðum ekki nóg á, hefðum átt að hafa varnarlínuna miklu hærra og ýta miðjunni framar en það er auðvelt að vera vitur eftirá. Vona bara að Dragon fari alla leið fyrst þeir þurftu að asnast til að vinna Stórveldið"

    Já þettar er rétt. Skil ekkert í því hvernig Dragon hefur asnast í gegnum þessa keppni. Tapað einungis 1 leik í allt sumar. Sérstaklega skrýtið í ljósi þess að þeir eru með enga afburðaleikmenn. Neinei :D svona án gríns þá hlýtur nú lið sem er komið allaleið í úrslitin að vera með einhverja afburðaleikmenn á utandeildarmælikvarða rétt eins og þið eruð líka með nokkra. Ég vona að ég hljómi ekki hrokafullur þegar ég segi að betra knattspyrnuliðið hafi einfaldlega unnið í gærkvöldi og við bara leyfðum ykkur ekkert að spila betur og þar af leiðandi litum þið ekki út eins og þið vonuðust eftir eða semsagt spiluðuð eins og bjánar svo ég vitni í þig. Spilar engin betur en andstæingurinn leyfir sagði eitt sinn góður maður. Við spiluðum töluvert betur í fyrri hálfleik þar sem við opnuðum ykkur ítrekað með samspili. Svo í seinni hálfleik fór leikurinn bara í baráttu og tæklingar sem er kannski það sem þið vilduð. Allavega fannst mér það henta ykkar leikstíl betur enda þið margir hverjir stórir og sterkir. Stórkarlabolti. Direct football, "langur fram á Jökul" bolti. Þessi leikstíll virkar oft í utandeildinni en sem betur fer höfum við verið alveg ótrúlega agaðir varnarlega í úrslitakeppninni.

    Leiðinlegt ef þið hafið verið eitthvað þreyttir og meiddir í úrslitakeppninni eftir mikið leikjálag. Ég held nú reyndar að það eigi nú ekki bara við ykkur ;) Við til dæmis misstum 3 byrjunarliðsmenn í nám og vinnnu erlendis auk þess sem kjarninn úr liðinu tók einnig þátt í Carlsberg deild Leiknis. Þar komust við alla leið í undanúrslit og því hefur leikjaálagið verið mikið. Stundum 2 leikir á dag !! Þannig að þetta á við alla. Kannski mismikið ;)

    En takk fyrir leikinn Landsliðsmenn. Eruð með fínt lið.

  • Skrifað af Schweinsteiger fyrir meira en 709 vikur

    Ég ætla nú ekki að vera með nein leiðindi og er ekkert tapsár en það er mjög mikill gæðamunur á þessum liðum. við erum með þónokkra í okkar liði sem eiga meistaraflokksleiki úr efstu deildunum á Íslandi. Ekki bara mitt mat heldur hef ég það líka frá 2 reyndum mönnum úr utandeildinni sem spiluðu við ykkur í sumar að þetta hefði átt að vera auðveldur leikur fyrir okkur sem og úrslitaleikurinn gegn Elliða. Kannski vorum við komnir með hugann við hann, veit það ekki.

    Ég sá ekki 1 leikmann hjá Dragon sem kæmist í byrjunarlið Landsliðsins á venjulegum degi. (helst vinstri bakvörðurinn ykkar, okkur vantar hraðan overlappandi slíkan). En þið eruð með afburða liðsheild, fórnið ykkur í alla bolta og farið langt á aganum, baráttu og jákvæðninni. Bara frábært hjá ykkur að ná svona miklu úr liðinu þannig.   

    Liðinu okkar var stillt kolvitlaust upp í byrjun vantandi þann sem er vanur að stjórna miðjuspilinu og alltof langt milli manna og engir stuttir sendingarmöguleikar, þess vegna duttum við í þessa löngu bolta sem við ætluðum fyrirfram alls alls ekki að gera. Að kalla okkur kraftaköggla Direct-lið er endemis þvæla enda vorum að pakka flestum liðum í byrjun móts með 6-7 mörkum og brasilískum sambabolta þegar við höfðum fullan óþreyttan hóp.  Við tókum t.d. Vatnaliljurnar 9-1 í æfingaleik í upphafi sumars en rétt mörðum þá með laskað lið í bikarúrslitunum í lok ágúst.

    Það sem felldi okkur fyrir utan meiðsli og álag er að við æfðum nánast ekkert, mættum bara í leiki og treystum á gæðin, úr því verður bætt fyrir næsta ár. Þegar liðum vantar liðsheild, betri samvinnu og meiri jákvæðni geta svona slys gerst. Verða Landsliðið og Dragon ekki bara að taka 2-3 æfingaleiki seinna í vetur til að sannreyna hvort sé betra? :)

    Ég óska ykkur góðs gengis gegn Elliða. Þeir eru mjög þéttir á miðjunni, rútíneraðir, spila i fáum snertingum og breika mjög hratt og skipulega en gamlir og silalegir ef þið náið að sækja hratt á 5-6 mönnum. Þeir munu ekki gera sömu mistök og við, eru t.d. með afburða góða og stóra menn í föstum leikatriðunum sem við klúðruðum með einstökum hætti. Það er 1 tappi hjá þeim sem er að láta sig mikið detta við teiginn og svo hrúga þeir stóru mönnunum inn. Hann öskrar mikið á aukaspyrnur áður en snertingin kemur, passið að elta ekki finturnar hans heldur standið bara í lappirnar.  Mæli með að þið notið kantana vel og teygið vel á þeim og reynið að fá mikið af aukaspyrnum fyrir utan. Held með ykkur strákar.

     

  • Skrifað af Drekinho fyrir meira en 709 vikur

    Haha já þú ert svona hress Scwheiní ;)

    Vill byrja á því að nefna það mér finnst kjánalegt að vera metast svona á spjallinu en mér fannst ég nú samt eiginlega að svara þessu. Félagi þinn hann Judas hittir naglann á höfðið þegar hann segir að við hefðum einfaldlega verið betri í þessum leik. OK ósköp eðlileg fullyrðing og allir sammála með það !?!

    En já mér fannst margt í þessu fyndið hjá þér Schweinsteiger. Ég brosti út í annað þegar þú segir frá því að einhverjar kempur hafi verið að rugla í ykkur um það að leikurinn gegn okkur hefði átt að vera auðveldur og þið væruð komnir með hugann við úrslitaleikinn.

    Staðreyndin er bara sú að það eru 2 lið búin að standa öðrum liðum framar í þessari úrslitakeppni. Elliði og Dragon. Elliði enn ósigraðir með markatölu upp á 12-1 og svo við sem erum líka taplausir með markatölu upp á 11-2. Þetta liggur alveg á borðinu kallinn minn ;)

    Já svo nánast skellti ég upp úr þegar þú talar um að þið séuð með betri leikmenn í hverri einustu stöðu og það sé mjög mikill gæðamunur á liðunum !! Finnst fyndið að þú teljir þér trú um svoleiðs þvælu. Þú gerir þér grein fyrir að knattspyrna er hópíþrótt og það þýðir ekkert að grobba sig af því að vera með 2-3 fyrrverandi úrvalsdeildarleikmenn innanborðs á meðan margir liðsfélagar þeirra eru meðalskussar. Það eru engir meðalskussar í okkar liði sem gefa mörk eins og þið gerðuð í gær. Middlesboro á Englandi var svona fyrir 15 árum. Voru með 3 alheimsstjörnur(Ravanelli, Junhinho og Emerson) og svo allt einhverjir meðalskussar með þeim. Boro voru nú ansi misjafnir í den. Það getur nú vel verið að þið hafið verið að spila rosa flottan bolta fyrr í sumar þar sem þið voruð að snýta einhverjum liðum 9-1 eða eitthvað. Talar um að liðinu hafi verið stillt vitlaust upp og röng taktík og eitthvað. Dæææs ;) Sko ég get nú bara dæmt ykkur af þessum eina leik og það var nú öllum ljóst sem á horfðu að þið voruð í erfiðleikum með að spila út úr vörninni og gripuð því til þess ráðs að dæla boltanum fram. Þetta kallast stórkarlabolti ! Allavega út frá þessum leik að dæma vorum við liðið sem vildi láta boltann rúlla, fara í þríhyrninga og senda boltann í svæði en ekki þið. Fyrir mér virkuðu liðsmenn Drekans svona heilt yfir með betri fótboltagrunn(já fótboltagrunnur snýst líka um að kunna að taka innköst)

    En jájá alveg rétt hjá þér að við förum langt á baráttu, aga og frábærri liðsheild en það þarf nú líka að kunna eitthvað fyrir sér í fótbolta til að snýta þessu "sambapilandi Landsliði" 4-1 ;)

      Úfff já hættu svo að tönnglast á þeirri afsökun að þið hafið verið þreyttir vegna leikjaálags og þar fram eftir götunum. Ef það eitthvað lið sem ætti að kvarta yfir þreytu vegna leikjaálags eru það við. Við erum búnir að vera keppa í Carlsbergdeildinnin og því hefur prógrammið oft verið ansi þétt hjá okkur.

    Æfingaleikur segirðu til að sjá hvort liðið sé betra?! Tjaa jújú getum alveg tekið æfingaleiki í vetur en fyrir okkur er úrslit æfingaleikja ekki mælistika á hvort liðið sé betra. Horfðu frekar á úrslit sumarsins. Það telur ;)

    Takk fyrir stuðninginn gegn Elliða. Þurfum á honum að halda því Elliði er sjúkt sterkir. Við ætlum bara að beita sömu taktík og við notuðum gegn þeim fyrr í úrslitakeppninni, nema nú ætlum við að setja eitt á síðustu mín og tryggja þetta.

  • Skrifað af AriJons fyrir meira en 709 vikur

    Jesús afhverju erum við að kítast um þetta hérna? fæ kjánahroll við að lesa þetta :)

    Vill bara þakka Landsliðsmönnum fyrir góðan leik í gær, eflaust alls ekki verið leiðinlegur áhorfs fyrir þá sem mættu í stúkuna.

    Kv.Dreki#18

  • Skrifað af Nonni83 fyrir meira en 709 vikur

    Takk fyrir leikinn Landsliðsmenn. Þið eruð með flott lið enda ríkjandi bikarmeistarar. Gangi ykkur vel í baráttunni við SÁÁ á föstudaginn. Fannst við betri í fyrri hálfleik en þetta var mun jafnara í þeim seinni, settuð hörkupressu á okkur og þetta varð mikill barningur. Því miður fékk leikurinn lítið að fljóta.

    kv.
    Nonni #17

  • Skrifað af glaz fyrir meira en 709 vikur

    vill óska dragon til hamingju með sigurinn í gær þeir voru bara einfaldlega betri i þessum leik og áttu skilið að vinna hann við byrjuðum ekki leikinn fyrr en alltof seint þurftum að sækja á fullu þá opnaðist vörnin og þeir nýttu sér það gangi ykkur vel í úrslitaleiknum.

  • Skrifað af Arnar80 fyrir meira en 709 vikur

    Þetta er nú bara smá forvitni í mér, en hvaða leiknenn hjá Landsliðinu hafa spilað í efstu deild og með hvaða liði?

  • Skrifað af Erindreki #3 fyrir meira en 709 vikur

    Valur Úlfarsson og Haukur Úlfarsson eiga ágætis feril í tveimur efstu deildinum og eru bara rétt um þrítugt. Þannig að þeir hljóta að vera með betri mönnum deildarinnar geri ég ráð fyrir.

  • Skrifað af möllerinn fyrir meira en 709 vikur

    Ohhhh jáh! Ég er á typpinu!

  • Skrifað af Lundinn fyrir meira en 709 vikur

    Hvað kemur okkur það við að þú sért á typpinu.

  • Skrifað af möllerinn fyrir meira en 709 vikur

    Ég man ekki eftir að hafa skrifað þetta. Ég er fyrst núna að koma niður á jörðina, drykkjulega séð, eftir sigur Elliða í undanúrslitunum. Ég datt í það með vélstýrunni Önnu Kristjáns sama kvöld. Við skoðuðum verkfræðibækur og plastmót af tittling hennar, eins og það var fyrir aðgerð. Þvílíkt sköpunarverk. En nú er það bara sköp.

    Ég verð snar í stúkunni nk. laugardag og leyfi pungnum að lafa niður á stétt helvítis aumingjarnir ykkar!

    Möller Mö-mö-mö Möllerinn geggjaður!
    Mö-mö-mö-mö muuuundu eftir mjólkinni tíkin þín!

  • Skrifað af Drekamaður fyrir meira en 708 vikur

    Var að frétta að framlenging hefði verið að hefjast en það var 3-3 eftir venjulegan leiktíma, þar sem liðin skoruðu m.a. úr sitthvoru vítinu. Uff spennandi vonandi taka mínir menn þetta á úthaldinu og ferskleikanum.

  • Skrifað af Drekamaður fyrir meira en 708 vikur

    Elliði sigraði eftir vítaspyrnukeppni. Hrikalega svekkjandi en svona er þetta.

     

  • Skrifað af elliði fyrir meira en 708 vikur

    Nákvæmlega, SVONA er þetta.

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður