Úrslitakeppnin!

  • Skrifað af Voronin fyrir meira en 763 vikur

    Jæja styttist í sjálfa keppnina sem liðin dreyma um að komast í, sjálf úrslitakeppnin á næsta leyti og línur orðnar nokkuð skýrar hvaða lið mæta þar til leiks... Er ekki frá því að nýtt fyrirkomulag taki við og þetta byrji í milliriðlum og svo útsláttur? Allavega er það fyrirkomulag mun betra og skemmtilegra og styttir stundirnar á þessum haustmánuðum...

    A - Riðill - Riðli lokið
    Vængir Júpíters, núverandi meistarar og sennilega líklegasta liðið til að klára dolluna aftur, lítil breyting hjá þeim á milli ára, ógnarsterkir í vörn og sókn, Rikki og Gummi Auðuns lykilmenn sóknarleiksins!

    Kumho Rovers, enda alltaf ofarlega í sínum riðli og nánast áskriftarhafar á úrslitakeppninni en oftar en ekki kemur veturinn snemma hjá Kumho þegar í keppnina er komið og falla þeir oft út fyrir ólíklegustu liðum og þá snemma í keppninni, eins og þeim vanti trúna á að fara alla leið en það gæti breyst núna, Kumho klárlega eitt besta sóknarlið deildarinnar með bræðurna Jóa og Gaua sem lykilmenn...

    Elliði, ollu miklum vonbrigðum í fyrra en hafa heldur betur rétt úr kútnum, komnir í bikarúrslit en verður að viðurkennast að þeir mættu ekki sterkustu andstæðingunum á leið sinni í úrslitaleikinn svo þeirra prófraun er enn ekki hafinn, hafa mannskap til þess að klára mótið en hafa þeir úthald, Óli Sigurjóns verið grimmur fyrir þá á þessari leiktíð ásamt Steina Páls og Jökli!

    Fame (umspil), Fame liðið verður að mínu mati liðið sem fellur úr umspilinu gegn annaðhvort Duffa eða Haukum, engan veginn nógu góðir gegn þeim liðum! 

    B-Riðill - Einhverjir leikir eftir

    Hjörleifur, öruggir áfram en geta samt misst toppsætið til Vatnalilja misstígi þeir sig gegn Haukum u og Liljur vinna Rússana... Hjörleifur besta liðið í B-riðli að mínu mati og kannski þeir liðið sem veita Vængjum mestu keppnina. Styrkur Hjörleifs liggur á miðjunni ásamt Gunna Gísla.

    SÁÁ, eru í 2.sæti núna en lenda líklegast í 3.sæti þar sem ég tel líklegt að Liljur fái amk stig gegn CCCP, en SÁÁ liðið án efa það lið sem hefur komið mest á óvart í sumar, Geir Leó þjálfari með metnaðinn á réttum stað og er þetta án efa breiðasti leikmannahópur utandeildarinnar, gætu stillt upp 2 byrjunarliðum í leik... Fengu Heimi Berg og Heisa frá CCCP og hafa þeir verið drjúgir fyrir liðið, tel samt ólíklegt að þeir geri einhverjar rósir þegar í úrslitakeppnina er komið.

    Vatnaliljur, gerðu grátlega mikið af jafnteflum í fyrra sem varð til þess að þeir komust ekki í úrslitakeppnina en fóru alla leið í bikarnum og töpuðu fyrir Vængjum J í vító, hinsvegar eru þeir öruggir núna og hafa styrkst gríðarlega mikið, FM hnakkarnir Heiðar Austmann og Rikki G lykilmenn liðsins, skiptu samt yfir í bleika búninga sem var þeim ekki til sóma en rétt samkvæmt nafni liðsins, en ekkert kerlingalegt við þeirra spilamennsku í sumar og gætu strítt stóru liðunum í úrslitakeppninni...

    Haukar U eða Dufþakur, Tel að Haukar kræki í stig gegn Hjörleif og slefi í umspil gegn Fame sem Haukar vinna síðan, Haukaliðið massívt varnarlega og sækja svo hratt upp, með ekkert nema gamla reynslubolta innan sinna raða og einnig eru þeir komnir í bikarúrslit, gætu vel blandað sér í úrslitakeppnina, Dufþakur klúðraði þessu í fyrstu leikjum sumarsins, of seint tel ég.

    C-Riðill

    FC Kef, veit lítið um það lið en tel að þeir verði engin ógn gegn stóru liðinum, engu að síður gaman fyrir þá að lengja tímabilið.

    Semsagt, Vængir Júpíters meistarar aftur er mín spá!

    Kv.Voronin

  • Skrifað af addorri fyrir meira en 763 vikur

    Við Ögnamenn vorum að spá í að fá að taka þátt í umspilinu líka...

  • Skrifað af Voronin fyrir meira en 763 vikur

    Samkvæmt mínum heimildum spila liðin í 4.sæti í a og b riðli um laust sæti og aðeins 1 lið uppúr C-riðli, kannski þær heimildir rangar og bið ég þá afsökunar.

  • Skrifað af kappsamur fyrir meira en 763 vikur

    Hrikalega flottur pistill hjá þér Voronin...

    Þetta verður geggjað !!!!!!

    Verður Hörkuleikir á sunnudaginn... Held að CCCP vinni Vatnaliljur... Vill ekki spá í Hjölla vs. HaukaU, þar sem ég er í öðru liðinu :)

    Snjallt að hafa bara 1 lið uppúr C-riðli ef þetta reynist rétt Voronin!!!

  • Skrifað af cantona fyrir meira en 763 vikur

    liðin í 4 sæti í a og b keppa við lið 1 og 2 í c um laust sæti semsagt fame - ögni og kef fc - haukar u eða duffi kv kóngurinn

  • Skrifað af Spekulant fyrir meira en 763 vikur

    Snilldar pistill hjá Voronin og getur maður ekki annað en beðið eftir keppninni... Mín spá með 8 lið í keppninni...

    Vængir
    Kumho
    Elliði
    Kef Fc
    Vatnaliljur
    Hjörleifur
    SÁÁ
    Haukar U

Til að leggja eitthvað til málanna þarf notandi að vera innskráður