Liðsmynd

K.F. Adriano

Skjaldarmerki

Upphaf Knattspyrnufélagsins Adriano má rekja til áhuga nokkurra ungra Kópavogsbúa á þátttöku í Carlsbergdeildinni vorið 2009. Stofnfeður félagsins voru þeir Davíð Daníelsson, Hlynur Magnússon, Ólafur Arason og Sindri Jónsson og var félagið formlega stofnað við eldhúsborðið heima hjá þeim síðastnefnda, að Línakri í Garðabæ, þann 14. apríl 2009. Ákveðið var að nefna liðið eftir Brasilíska stormsenternum Adriano Leite Ribeiro sem í daglegu tali er yfirleitt nefndur Adriano. 

Lið KF Adriano er að stofni til vel rúmlega tvítugir drengir úr vesturbæ Kópavogs en í gegnum árin hafa bæst við leikmenn úr flestum kimum landsins. Kf Adriano er því fjölmenningarlið með breiða skírskotun.

Fyrsta tímabilið í Carlsbergdeildinni lék liðið í alsvörtum búningum með mishallærislegum gælunöfnum leikmanna á bakinu. Tímabilið á eftir var skipt yfir í gular treyjur til heiðurs brasilíska landsliðinu og er búningur félagsins nú gul treyja, svartar stuttbuxur og gulir sokkar. 

Annað þroskaskref var tekið fyrir sumarið 2013 þegar ákveðið var að skrá liðið til leiks í 11 manna utandeildina. Fjöldi góðra manna hafði bæst við hópinn sem taldi sig reiðubúinn að taka þátt í deild þeirra bestu. 

Félagið er nú að hefja sitt þriðja tímabil í deildinni og stefnir að venju hátt.

Markmið félagsins hafa ávallt verið að rækta vinskapinn og vera félaginu til sóma í leik og starfi. Um gildi félagsins vísast annars til háttsemi Adriano Leite Ribeiro innan vallar sem utan. 

Kf Adriano hlakkar til að taka þátt í spennandi deild í ár og óskar öllum þátttakendum gleðilegs knattspyrnusumars. 

 

Næstu leikir

MótDags.HeimaliðÚtiliðVöllur
TímabilMótHeimaliðÚrslitÚtiliðDags.GulRauð
Utandeildin 2016DeildinFc Keppnis6 - 1K.F. Adriano08.10.2016 14:0000
Utandeildin 2016ÚrslitakeppninRefirnirx - xK.F. Adriano26.09.2016 21:0000
Utandeildin 2016DeildinUngmennafélagið Drekinn1 - 3K.F. Adriano21.09.2016 19:1500
Utandeildin 2016BikarK.F. Adriano1 - 3Fc Keppnis17.09.2016 15:0030
Utandeildin 2016DeildinK.F. Adriano0 - 4Refirnir31.08.2016 19:1500

Leikmenn

NafnGul (alls/-bikar)Gul til bannsRauðMörk